Dagar mannsins eru sem grasið, hann blómgast sem blómið á mörkinni,   

Sálmur 43

Drottinn heyrir, er ég hrópa til hans. -1- Lát mig ná rétti mínum, Guð, berst fyrir málefni mínu gegn miskunnarlausri þjóð, bjarga mér frá svikulum og ranglátum mönnum.-2- Því að þú ert sá Guð, sem er mér vígi, hví hefir þú útskúfað mér? hví verð ég að ganga um harmandi, kúgaður af óvinum?

Drottinn heyrir, er ég hrópa til hans. -3- Send ljós þitt og trúfesti þína, þau skulu leiða mig, þau skulu fara með mig til fjallsins þíns helga, til bústaðar þíns,-4- svo að ég megi inn ganga að altari Guðs, til Guðs minnar fagnandi gleði, og lofa þig með gígjuhljómi, ó Guð, þú Guð minn.

Drottinn heyrir, er ég hrópa til hans. -5- Hví ert þú beygð, sál mín, og ólgar í mér? Vona á Guð, því að enn mun ég fá að lofa hann, hjálpræði auglitis míns og Guð minn.

 

 

Leitaðu í Sálma Davíðs

Ef þú ert: dapur, eða niðurdreginn

í Sálma

27 34 42 43 88 143