Heb 5:9-14 -9- Þegar hann var orðinn fullkominn, gjörðist hann öllum þeim, er honum hlýða, höfundur eilífs hjálpræðis, -10- af Guði nefndur æðsti prestur að hætti Melkísedeks. -11- Um þetta höfum vér langt mál að segja og torskilið, af því að þér hafið gjörst heyrnarsljóir. -12- Þó að þér tímans vegna ættuð að vera kennarar, þá hafið þér þess enn á ný þörf, að einhver kenni yður undirstöðuatriði Guðs orða. Svo er komið fyrir yður, að þér hafið þörf á mjólk, en ekki fastri fæðu. -13- En hver sem á mjólk nærist er barn og skilur ekki boðskap réttlætisins. -14- Fasta fæðan er fyrir fullorðna, fyrir þá, sem jafnt og þétt hafa tamið skilningarvitin til að greina gott frá illu.
|