Matt 5:17-20

17- Ætlið ekki, að ég sé kominn til að afnema lögmálið eða spámennina.
Ég kom ekki til að afnema, heldur uppfylla .
 Hér átt við  fórnar lögmállið sem,Jesú uppfyllti á krossinum með dauða sínum. Jesús er okkar sektafórn. Hann dó synda okkar vegna, komum því fram fyrir hann og viðurkennum Hann /  Hve miklu fremur mun þá blóð Krists hreinsa samvisku vora frá dauðum verkum, til að þjóna Guði lifanda, þar sem Kristur fyrir eilífan anda bar fram sjálfan sig sem lýtalausa fórn fyrir Guði.

-18- Sannlega segi ég yður: Þar til himinn og jörð líða undir lok,
mun ekki einn smástafur eða stafkrókur falla úr lögmálinu,
uns allt er komið fram.
    Já, eins og hinn nýi himinn og hin nýja jörð, sem ég skapa, munu standa stöðug fyrir mínu augliti segir Drottinn eins mun afsprengi yðar og nafn standa stöðugt.

-19- Hver sem því brýtur eitt af þessum minnstu boðum
og kennir öðrum það, mun kallast minnstur í himnaríki,
en sá, sem heldur þau og kennir, mun mikill kallast í himnaríki. 
Jóh 14:15-17  Ef þér elskið mig, munuð þér halda boðorð mín. Ég mun biðja föðurinn, og hann mun gefa yður annan hjálpara, að hann sé hjá yður að eilífu,anda sannleikans, sem heimurinn getur ekki tekið á móti, því hann sér hann ekki né þekkir. Þér þekkið hann, því hann er hjá yður og verður í yður.

-20- Ég segi yður: Ef réttlæti yðar ber ekki af réttlæti fræðimanna og farísea,
komist þér aldrei í himnaríki. 
Jóh 15:14-15 Þér eruð vinir mínir, ef þér gjörið það, sem ég býð yður.Ég kalla yður ekki framar þjóna, því þjónninn veit ekki, hvað herra hans gjörir. En ég kalla yður vini, því ég hef kunngjört yður allt, sem ég heyrði af föður mínum.