Hljóðlestur                                               

Vegstikur 27. dags mánaðarins

 

Textinn er tekin úr:  Matteusarguðspjall 8:17-17

Hann tók á sig mein vor 
og bar sjúkdóma vora.

Textinn er tekin úr:  3. Mósebók 14:4-7
Þá skal presturinn bjóða að taka fyrir þann, 
er lætur hreinsa sig, 
tvo hreina fugla lifandi, 
sedrusvið, skarlat og ísópsvönd.
Og presturinn skal bjóða 
að slátra öðrum fuglinum 
í leirker yfir rennandi vatni.
En lifandi fuglinn, 
sedrusviðinn, skarlatið og ísópsvöndinn 
skal hann taka og drepa því, 
ásamt lifandi fuglinum, í blóð fuglsins, 
er slátrað var yfir rennandi vatni. 
 Og hann skal stökkva sjö sinnum á þann, 
sem lætur hreinsa sig af líkþránni, 
og dæma hann hreinan, 
en sleppa lifandi fuglinum út á víðavang.

Textinn er tekin úr:  Lúkasarguðspjall 5:12-12
Svo bar við, er hann var í einni borginni, 
að þar var maður altekinn líkþrá. 
Hann sá Jesú, 
féll fram á ásjónu sína og bað hann: 
Herra, ef þú vilt, 
getur þú hreinsað mig.

Textinn er tekin úr:  Markúsarguðspjall 1:41-42
Og hann kenndi í brjósti um manninn, 
rétti út höndina, snart hann og mælti: 
Ég vil, verð þú hreinn!
Jafnskjótt hvarf af honum líkþráin, 
og hann varð hreinn.

 V