Hlusta                              

Vegstikur
19. dags
mánaðarins

  Textinn er tekin úr: Orðskviðirnir 3:26-26
 Drottinn mun vera athvarf þitt 
og varðveita fót þinn, 
að hann verði eigi fanginn.

Textinn er tekin úr: Orðskviðirnir 21:1-1 
 Hjarta konungsins er eins og 
vatnslækir í hendi Drottins, 
hann beygir það til hvers, 
er honum þóknast.

Textinn er tekin úr: Orðskviðirnir 16:7-7
 Þegar Drottinn hefir þóknun 
á breytni einhvers manns, 
þá sættir hann og 
óvini hans við hann.

Textinn er tekin úr: Sálmum Davíðs konungs,  sálmur. 130:5-7
 Ég vona á Drottin,
 sál mín vonar, ..
og hans orðs bíð ég. 
því að hjá Drottni er miskunn,
 og hjá honum er gnægð lausnar.

Textinn er tekin úr:  Sálmum Davíðs konungs,  sálmur  34:5-5
 Ég leitaði Drottins, 
og hann frelsaði mig 
frá öllu því er ég hræddist.

Textinn er tekin úr: Sálmum Davíðs konungs,  sálmur 118:8-8
 Betra er að leita hælis 
hjá Drottni 
en að treysta mönnum,

Textinn er tekin úr: Jesaja 26:4-4
 Treystið Drottni æ og ætíð, 
því að Drottinn, 
Drottinn er eilíft bjarg.

Textinn er tekin úr:  Sálmum Davíðs konungs,  sálmur, 31:20-20
 Hversu mikil er gæska þín, 
er þú auðsýnir þeim 
er leita hælis hjá þér  

Textinn er tekin úr: 5. Mósebók 33:27-27
 Hæli er hinn eilífi Guð, 
og hið neðra eru eilífir armar. 
Hann stökkti 
óvinum þínum undan þér  

Textinn er tekin úr: Jeremía 17:7-7
 Blessaður er sá maður, 
sem reiðir sig á Drottin 
og lætur Drottin vera 
athvarf sitt.

Textinn er tekin úr: Rómverjabréfinu, kap. 8:31-31
 Hvað eigum vér þá að segja við þessu? 
Ef Guð er með oss, 
hver er þá á móti oss?

Textinn er tekin úr: Orðskviðirnir 29:25-25
 Ótti við menn leiðir í snöru, 
en þeim er borgið, 
sem treystir Drottni.