Sálmur 119

 

Þitt orð er lampi fóta minna og ljós á vegum mínum.-121- Ég hefi iðkað rétt og réttlæti, sel mig eigi í hendur kúgurum mínum.

Þitt orð er lampi fóta minna og ljós á vegum mínum.-122- Gakk í ábyrgð fyrir þjón þinn, honum til heilla, lát eigi ofstopamennina kúga mig.

Þitt orð er lampi fóta minna og ljós á vegum mínum.-123- Augu mín tærast af þrá eftir hjálpræði þínu og eftir þínu réttláta fyrirheiti.

Þitt orð er lampi fóta minna og ljós á vegum mínum.-124- Far með þjón þinn eftir miskunn þinni og kenn mér lög þín.

Þitt orð er lampi fóta minna og ljós á vegum mínum.-125- Ég er þjónn þinn, veit mér skyn, að ég megi þekkja reglur þínar.

Þitt orð er lampi fóta minna og ljós á vegum mínum.-126- Tími er kominn fyrir Drottin að taka í taumana, þeir hafa rofið lögmál þitt.

Þitt orð er lampi fóta minna og ljós á vegum mínum.-127- Þess vegna elska ég boð þín framar en gull og skíragull.

Þitt orð er lampi fóta minna og ljós á vegum mínum.-128- Þess vegna held ég beina leið eftir öllum fyrirmælum þínum, ég hata sérhvern lygaveg.