Sálmur 119

Þitt orð er lampi fóta minna og ljós á vegum mínum.-97- Hve mjög elska ég lögmál þitt, allan liðlangan daginn íhuga ég það.

Þitt orð er lampi fóta minna og ljós á vegum mínum.-98- Boð þín hafa gjört mig vitrari en óvinir mínir eru, því að þau heyra mér til um eilífð.

Þitt orð er lampi fóta minna og ljós á vegum mínum.-100- Ég er skynsamari en öldungar, því að ég held fyrirmæli þín.

Þitt orð er lampi fóta minna og ljós á vegum mínum.-101- Ég held fæti mínum frá hverjum vondum vegi til þess að gæta orðs þíns.

Þitt orð er lampi fóta minna og ljós á vegum mínum.-102- Frá ákvæðum þínum hefi ég eigi vikið, því að þú hefir frætt mig.

Þitt orð er lampi fóta minna og ljós á vegum mínum.-103- Hversu sæt eru fyrirheit þín gómi mínum, hunangi betri munni mínum.

Þitt orð er lampi fóta minna og ljós á vegum mínum.-104- Af fyrirmælum þínum er ég skynsamur orðinn, fyrir því hata ég sérhvern lygaveg.